Complete Vocal TechniqueRebekka Sif hóf nám við Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn haustið 2017. Hún mun lauk þar kennaraprófi vorið 2020 en hún hafði áður lokið 14-vikna söngtækni námi við sama skóla árið 2012. Allir geta lært að syngja eru einkunnarorð Complete Vocal Technique. Við eigum að geta fræmkvæmt öll þau hljóð sem við viljum á heilbrigðan hátt. Hægt er að fara í einkatíma hjá henni í gegnum Klifið í Garðabæ. Tímarnir eru sniðnir að hverjum og einum nemanda sem fær að ráða ferðinni eftir því hver óskin er í hvert sinn. Söngvarinn kemur í tíma með lag sem hann vill vinna með, en ásamt því verður farið í grunntækni eins og stuðning, raddbeitingu og framkomu. Tímarnir henta bæði byrjendum og þeim sem eru lengra komnir.
|
|
Rebekka Sif var verkefnastjóri Skapandi sumarfjörs sumarið 2017 og stýrði því með prýði. Biðlistar voru á nánast öll námskeiðin.
Skapandi sumarfjör er skemmtileg leikja- og listasmiðja þar sem sköpunargleðin ræður ríkjum. Lögð er áhersla á listræna tjáningu og gleði. Blandað er saman myndlist, tónlist, dansi og leik. |
KlifiðRebekka hefur starfað sem söngkennari hjá Klifinu frá haustinu 2014. Hún skipulagði skapandi söngnámskeið með hjálp Klifsins.
Á söngnámskeiðum Klifsins fá nemendur tækifæri til að læra einsöng og að syngja með öðrum. Hópurinn semur í sameiningu lag sem er flutt á tónleikum fyrir foreldra og aðstandendur nemenda í lok námskeiðsins. |
SönglistRebekka hefur unnið sem söngkennari hjá Sönglist frá 2013. Þar hefur hún kennt bæði byrjenda, framhalds og listhópum söng og framkomu. En svo skemmtilega vill til að hún sótti sjálf námskeið hjá skólanum frá 8 - 16 ára aldurs.
Í söngtímum eru að hámarki sex nemendur í hóp. Hver nemandi fær tilsögn í söngtækni og túlkun textans. Sungið er í hljóðnema við undirspil af geisladiskum. Eingöngu eru æfð lög með íslenskum texta. Í sjöttu viku fær hver sönghópur afhentan lítinn söngleik, sem æfður er fram að annarlokum. Hver og einn nemandi fær lag til að æfa sem sungið er í söngleiknum. Æfðar eru hreyfingar við lögin í söngtímanum og túlkun. |
Söngstjórn/Raddþjálfun
Cry Baby - Uppsetning Garðaskóla vorið 2016
Nemendafélag Garðaskóla í Garðabæ setti upp söngleikinn Cry Baby sem var unninn uppúr samnefndri bíómynd. Leikstjóri var Dominique Gyða Sigrúnardóttir en Rebekka Sif fór með söngstjórn ásamt því að taka leikarana í raddþjálfun. Söngleikurinn var sýndur 10 sinnum í apríl 2016 og fékk mjög góðar móttökur.
|
|
Jólahátíð Skoppu og Skítlu
Rebekka sá um raddþjálfun barnanna í sýningunni Jólahátíð Skoppu og Skrítlu veturinn 2013. Sýningin hefur verið geisivinsæl og var tekin upp aftur í Borgarleikhúsinu veturinn 2014.
Umsagnir: „Litríkir boðberar kærleika og gleði“ - SG, Mbl, 2013 „Framlag Skoppu og Skrítlu til barnamenningar er bæði þarft og kærkomið“ - HL, Mbl, 2007 „Skoppa og Skrítla eru bestu vinir yngstu barnanna og það er ekki nema von. Þær skilja hvað þau vilja og gefa þeim það í formi tónlistar, gleði og hláturs“ - HL, Mbl, 2007 „Til að kóróna allt saman virtust þær Skoppa og Skrítla ná að tala við hvert einasta barn á sýningunni“ - IML, Mbl, 2005 |