Complete Vocal Technique
Rebekka Sif hóf nám við Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn haustið 2017. Hún lauk þar kennaraprófi vorið 2020 en hún hafði áður lokið 14-vikna söngtækni námi við sama skóla árið 2012.
Allir geta lært að syngja eru einkunnarorð Complete Vocal Technique. Við eigum að geta fræmkvæmt öll þau hljóð sem við viljum á heilbrigðan hátt. Hægt er að fara í einkatíma hjá henni í gegnum Klifið í Garðabæ. Tímarnir eru sniðnir að hverjum og einum nemanda sem fær að ráða ferðinni eftir því hver óskin er í hvert sinn. Söngvarinn kemur í tíma með lag sem hann vill vinna með, en ásamt því verður farið í grunntækni eins og stuðning, raddbeitingu og framkomu. Tímarnir henta bæði byrjendum og þeim sem eru lengra komnir. |