+
  • Forsíða
  • Söngkona
  • Söngkennari
  • Bókanir
  • Lagatextar
  • Blogg

RSS Feed

Triste // Ímyndunarsýn

6/14/2016

0 Comments

 
Næstu tvo mánuði í skapandi sumarstarfi mun ég vinna með honum Kjartani Jósefssyni Ognibene, píanó og orgelleikara. Sumrið byrjaði með kósí æfingum á bæði klassísku og rhytmísku prógrami sem við munum svo spila fyrir bæjarbúa. Samhliða því hef ég mikið verið að semja ljóð og texta, en ég snaraði einum bossa nova texta yfir á íslensku sem mig langar að deila með ykkur. Upprunalega útgáfan heitir Triste eftir Tom Jobim og er á portúgölsku en hægt verður að hlusta á hana hér fyrir neðan. Á íslensku nefndi ég lagið Ímyndunarsýn og er textinn alfarið eftir mig en undir áhrifum frá hinum portúgalska. 
Picture

Ímyndunarsýn

Sárt er að lifa ein án þín,
​grimm er sú heita ástarþrá.
Sárt er að sjá að
þú varst aðeins ímyndunarsýn.
Sem var aldrei hér, var aldrei þar,
ó náttfari, hvað amar að?


Fegurð þín flýr til skýjanna.
Vesalings hjartað tekur kipp
er þú hverfur í burt frá mér
og brýst úr draumum mínum.
Sárt er að lifa ein án þín.
0 Comments



Leave a Reply.

    Færslur

    September 2017
    August 2017
    July 2017
    February 2017
    July 2016
    June 2016
    August 2015
    July 2015
    June 2015

    Flokkar

    All
    Ritlist
    Smásögur

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Forsíða
  • Söngkona
  • Söngkennari
  • Bókanir
  • Lagatextar
  • Blogg