+
  • Forsíða
  • Söngkona
  • Söngkennari
  • Bókanir
  • Lagatextar
  • Blogg

RSS Feed

Rósenberg 22.07.15

7/28/2015

0 Comments

 
Picture
Okei. Núna er komin ný vika, skapandi sumarstarfi lokið og ég búin að vera í örstuttri söngpásu.

Ég ætla að spóla til baka í þessari viku og skrifa aðeins um þá síðustu. Á miðvikudaginn 22. júlí hélt ég tónleika á Rósenberg ásamt vinkonu minni Stefaníu Svavarsdóttur sem ég kynntist fyrir minna en ári þegar hún byrjaði í Tónlistarskóla FÍH. Stefanía er fantagóð söngkona og eiginlega engri lík! Ekkert smá inspirerandi að vinna með henni og fylgjast með töktunum hennar. Við erum svolítið eins og svart og hvítt þrátt fyrir að eiga svo margt sameiginlegt. Hún er með djúpa, dökka og smokey rödd ásamt því að vera með stórt raddsvið og ætti auðvelt með að sprengja hina og þessa hátalara... Ég er hinsvegar með háa, tæra og hljóðmilda rödd sem ég get þó manipulerað til þess að rokka út og stækka soundið mitt með allskonar trixum. Þetta voru fyrstu tónleikarnir þar sem ég söng lög annara nánast allan tímann. Ég laumaði litla popp laginu mínu ,,I Told You" inn í settið, en annars var þetta allt þekktir slagarar sem mér hefur dreymt um að syngja fyrir áhorfendur lengi. Ég átti rosalega erfitt á unglingsárunum með að koma fram og standa með sjálfri mér þegar ég söng lög annarra. Ég var með hrikalega lítið sjálfstraust og naut mín ekki neitt, mér fannst ég stöðugt fá neitun og gagnrýni allstaðar frá og hélt mig svo bara við klassíska sönginn á tímabili, þó ég hefði varla meira sjálfstraust þar.

En að því sögðu þá verð ég að vera ótrúlega stolt af mér fyrir að hafa tekið öll þessi krefjandi lög, sungið þau fyrir þéttsetnum sal og notið þess í botn. Það sem lagðist ofan á þetta allt var að ég hafi byrjað á sýklalyfum bara þrem dögum áður útaf sýkingu í hálsi en var samt staðráðin í að syngja og standa mig drullu vel. Þetta var erfitt, en á sama tíma svo ótrúlega gaman. Ég gerði líka alveg útaf við mig í síðustu viku... en við skulum ræða það seinna. Skal gerða aðra færslu um lokahátíð skapandi sumarstarfa.

Núna ætla ég að fjalla um þau lög sem ég söng sem höfðu sem mesta þýðingu fyrir mig, myndbönd fylgja með.

Landslide - Fleetwood Mac

Það þekkja kannski ekki margir bíómyndina Jack Frost... Bara ein önnur ómerkileg jólamynd fyrir börn. En þessi mynd hefur aldrei horfið úr huga mér einfaldlega útaf því að ég var 8 ára þegar ég sá hana, stuttu eftir að unnusti stóru systur minnir tók sitt eigið líf á heimili mínu sumarið 2001. Þetta voru fyrstu jólin án hans. Í þessar mynd deyr pabbi söguhetjunnar á fyrstu mínútunum og þetta lag er spilað þegar litli drengurinn er að komast í gegnum sorgina við að missa föður sinn. Eftir þetta fékk ég alltaf gæsahúð þegar ég heyrði þetta lag og ég skildi ekki einu sinni afhverju, ég skildi ekkert hvað Stevie Nicks var að synga um eða afhverju þetta lag hafði svona mikil áhrif á mig. Það var ekki fyrr en ég horfði á myndina þegar ég var eldri og gerði dauðaleit að laginu á netinu.

Þetta var í fyrsta skipti sem ég söng það fyrir nokkurn mann, en ég hafði alltaf viljað syngja það. Ástæðan fyrir því er að við Stevie erum alls ekki með líkar raddir.. en ég held að það hafi gengið svona vel því ég tengi svo innilega og djúpt við lagið.

On My Own - Les Miserables

Vesalingarnir er uppáhalds söngleikurinn minn, allur tilfinningaskalinn spilaður, það er sungið allan tímann og lögin festast í hausnum á manni í tíma og ótíma. On My Own var alltaf "lagið mitt". Mér finnst ótrúlega gaman að syngja söngleikjatónlist og tók tímabil þar sem ég söng varla annað. Þetta lag hefur mikla þýðingu fyrir mig þar sem ég var eitt sinn unglingstelpa sem vissi ekki alveg hver hún var eða hvert lífið var að fara með hana. Þá var ótrúlega huggandi að læðast inn í bílskúr og syngja þetta lag hástöfum.

Mamma Knows Best - Jessie J

J-J-J-Jessie J. Hún er ein af mínum stærstu áhrifavöldum, hún er ruglað góð söngkona, semur lögin sín sjálf og er alltaf trú sjálfri sér. Þetta lag er í sérstöku uppáhaldi hjá mér útaf því hvað það er ótrúlega skemmtilegt að syngja það. Líka sjúúúúklega krefjandi! Skulum ekki tala um tímann sem ég eyddi í að ná þessum slaufum... Þetta lag er líka bara maraþon í rauninni, maður er alltaf uppí rassgati og það er ekkert stutt sko.. Einnig uppáhaldslagið mitt til að taka í karaoke þar sem ég þorði aldrei að syngja það fyrir einn né neinn útaf erfiðleikastiginu... en svo gerði ég það!

House of the Rising Sun

Ég og House of the Rising Sun. Ég og Haley Reinhart. Haley tók þessa eða svipaða útgáfu af laginu þegar hún keppti í Idol fyrir nokkrum árum. Ég var sko bara heilluð upp úr skónum og hvíldi mig ekki fyrr en ég masteraði lagið. Ég er búin að syngja þetta lag ótal sinnum og það er alltaf jafn ótrúlega skemmtilegt og svo gaman að koma fólki á óvart. Þetta var síðasta lagið sem ég tók á tónleikunum (fyrir utan uppklappslagið) og ég var orðin heldur betur þreytt og sýkillinn í hálsinum á mér ekkert of sáttur með þessi læti... En, verandi ég með mína ódrepandi þrjósku söng ég það bara samt og gerði mitt allra besta og tókst bara vel til myndi ég segja.
Langloka, ég veit, en vona innilega að einhver hafi nennt að hlusta á mig, lesa orðin mín og kynnast mér aðeins betur á leiðinni.

xo
Rebekka
0 Comments



Leave a Reply.

    Færslur

    September 2017
    August 2017
    July 2017
    February 2017
    July 2016
    June 2016
    August 2015
    July 2015
    June 2015

    Flokkar

    All
    Ritlist
    Smásögur

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Forsíða
  • Söngkona
  • Söngkennari
  • Bókanir
  • Lagatextar
  • Blogg