Ég starði forviða á skjáinn. ok. ok? Afhverju gerðir þú ekki broskall? Hvað þýðir ok? Ok, þú hefur ekki áhuga? Ok, þú ert of busy til að skrifa meira? Ok, þú hlakkar til að heyra í mér? Ok, ÞÚ VIL ALDREI SJÁ MIG AFTUR! HVAÐ ER ÞAÐ? Hvernig ætlastu til að ég geti túlkað þessi tveggja stafa skilaboð sem þú skaust beint í hjartastað í gegnum tölvuskjáinn. Ég finn oddkvasst orðið skera sér leið í gegnum hjartagáttirnar í átt að kjarna mínum. Ég róa mig niður. Kannski ert þú að keyra. Ert þú online á Web eða Mobile? Mobile. Þá gæti vel verið að þú sért að gera eitthvað mikilvægt. Kannski að hjúkra deyjandi ömmu þinni. Já. Það hlýtur að vera. Ég vil ekki vera vond. Ég sendi kyssukall til baka. Bara ef svo vill til að þú sért við dánarbeð afa þíns. BROSKALL MEÐ LITLU BROSI?
Hversu mikið SLAP IN THE FACE! Nei nú segi ég stopp. Ég læt engan koma svona fram við mig! Ég er ekki eitthvað tilfinningalaust skordýr! Ég er mannvera. Þvílíkt virðingaleysi! Ég ætla aldeilis ekki að svara þér aftur. Það sem ég þjáist við þessa ákvörðun. Ást mín á þér, óendurgoldin. Ég mun fella tár í hvert skipti sem ég sé glitta í nafn þitt á fréttaveitunni. Detta örmagna niður þegar þú er merktur á myndir. Hluti af syrgjandi sál minni mun hverfa í hvert skipti sem ég sé þig skilja eftir ummæli hjá framtíðar elskhugum. Nei það er ekki að fara að gerast. Unfriend.
0 Comments
|