+
  • Forsíða
  • Söngkona
  • Söngkennari
  • Bókanir
  • Lagatextar
  • Blogg

RSS Feed

Ho Hey!

9/7/2017

0 Comments

 
ENGLISH BELOW
​Ég tók upp þessa ábreiðu með vinkonu minni Emilie sem ég kynntist fyrir 5 árum í Complete Vocal Institute þegar ég var 19 ára gömul og fór í söngakademínuna þeirra. Hún býr í Köben og fær að vera tilraunadýrið mitt þegar ég ke á kennaranámskeiðin þar sem ég fæ að testa kennsluaðferðirnar sem ég er að læra á henni. Emilie tók líka viðtal við mig um hvað þýðingu brasilísk tónlist hefur fyrir mig, en ég lærði að syngja bossanova þegar ég var í FÍH. Emilie talar reiprennandi portúgölsku og er með YouTube rás þar sem hún býr til myndbönd á portúgölsku, ég skal deila einu með ykkur þar sem hún syngur portúgalskt lag alveg yndislega. En já.. þegar ég var í FÍH var ég svo þrjósk að ég ákvað að læra bossanova lagið Desafinado á portúgölsku því mér fannst það alveg glatað með enska textanum. Þó að ég kynni alls ekki portúgölsku þá tókst mér það og ég kann það ennþá! Síðan þá hefur bossanova átt sérstakan stað í hjarta mér, sérstaklega tónlistin hans Antonio Carlos Jobim. Við Emilie ætlum að reyna að taka upp dúett saman í október þar sem við syngjum á portúgölsku :) 

Ég ætla að byrja að vera duglegri við að setja inn svona ábreiður, bæði ein og með öðrum. Megið endilega fylgjast með mér á YouTube með því að ýta á Subscribe. Njótið <3

Emilie Coração- Do Brasil À Argentina

Rebekka Sif - Desafinado

I recorded this cover with my friend Emilie that I met five years ago when I was 19 while doing the Academy at Complete Vocal Institute in Copenhagen. She lives there and is going to let me test the singing techniques I am learning on her. I am going to start recording a lot of covers and posting them on YouTube, alone and with others, so be sure to subscribe. Enjoy! ​
0 Comments

You think you´re so important to me don´t you...

9/7/2017

0 Comments

 
0 Comments

NEW MUSIC VIDEO OUT NOW!

8/13/2017

0 Comments

 
0 Comments

Waiting

7/21/2017

0 Comments

 
Við Aron sömdum nýtt lag á dögunum og prufukeyrðum það á Söngvaskáldakvöldinu á Dillon. Langaði að deila með ykkur hluta af því, njótið.
//
This is a new song that Aron and I wrote recently and tested out at a songwriters concert this week. Wanted to share a part of the song with you guys, enjoy. 
0 Comments

Nokkur lög sem munu verða á plötunni..

2/6/2017

1 Comment

 

I Told You

Our Love Turns to Leave

Dusty Wind

Waterfall

Disappear

Unknown

Back On Track

1 Comment

Listviðburður Skapandi sumarstarfa

7/21/2016

0 Comments

 
Nú líður brátt að lokum Skapandi sumarstarfa í Garðabæ þetta árið. Sumarið hverfur svo snöggt að loka listviðburðurinn er eftir aðeins fjóra daga. Sýningastaðurinn er Grósku salurinn á Garðatorgi, þar sem sýning síðasta árs var einnig. Ég mun fara út fyrir þægindarammann og halda ljóðasýningu ásamt því að vera með lokatónleika með Kjartani. Ljóðin hafa átt hug minn allan núna í júlí en þessa dagana erum við Kjartan að æfa ný lög til að spila næsta þriðjudag kl. 18 á sýningarsvæðinu.

Ég tók saman nokkrar myndir frá sumrinu sem tengjast tónlistarstarfinu. Það er smá texti undir þeim fyrir forvitna, hann ætti að gefa ykkur smá innsýn í sumarið sem er að líða. 

Lokasýningin verður opin 25. - 26. júlí, mánudag og þriðjudag á milli 17:00 - 20:00. Ljóðin mín verða til sýnis allan tímann, en við Kjartan munum aðeins spila kl. 18:00 á þriðjudeginum. 

Picture
0 Comments

June 29th, 2016

6/29/2016

0 Comments

 
Picture
0 Comments

Jónsmessugleði í Garðabæ

6/28/2016

0 Comments

 
Síðasta fimmtudag var Jónsmessugleði Grósku haldin við strandlengjuna í Sjálandinu í Garðabæ. Skapandi sumarstarf var á sínum stað, með sýningasvæði næst Gálgahrauni. Við tónlistarfólkið hópuðum okkur saman og fluttum frumsamin lög eftir mig á hólnum, ásamt því að vera hvert og eitt með sér atriði í tjaldinu á sýningarsvæðinu okkar.

​Hér er myndband af mér og Kjartani að flytja lagið „Ímyndunarsýn" en einnig má sjá nokkrar myndir hér fyrir neðan! 
0 Comments

Viðtal í Portrett

6/16/2016

0 Comments

 
Tímarit: issuu.com/portrett/docs/portrett1
Picture
0 Comments

Triste // Ímyndunarsýn

6/14/2016

0 Comments

 
Næstu tvo mánuði í skapandi sumarstarfi mun ég vinna með honum Kjartani Jósefssyni Ognibene, píanó og orgelleikara. Sumrið byrjaði með kósí æfingum á bæði klassísku og rhytmísku prógrami sem við munum svo spila fyrir bæjarbúa. Samhliða því hef ég mikið verið að semja ljóð og texta, en ég snaraði einum bossa nova texta yfir á íslensku sem mig langar að deila með ykkur. Upprunalega útgáfan heitir Triste eftir Tom Jobim og er á portúgölsku en hægt verður að hlusta á hana hér fyrir neðan. Á íslensku nefndi ég lagið Ímyndunarsýn og er textinn alfarið eftir mig en undir áhrifum frá hinum portúgalska. 
Picture

Ímyndunarsýn

Sárt er að lifa ein án þín,
​grimm er sú heita ástarþrá.
Sárt er að sjá að
þú varst aðeins ímyndunarsýn.
Sem var aldrei hér, var aldrei þar,
ó náttfari, hvað amar að?


Fegurð þín flýr til skýjanna.
Vesalings hjartað tekur kipp
er þú hverfur í burt frá mér
og brýst úr draumum mínum.
Sárt er að lifa ein án þín.
0 Comments
<<Previous

    Færslur

    September 2017
    August 2017
    July 2017
    February 2017
    July 2016
    June 2016
    August 2015
    July 2015
    June 2015

    Flokkar

    All
    Ritlist
    Smásögur

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Forsíða
  • Söngkona
  • Söngkennari
  • Bókanir
  • Lagatextar
  • Blogg