ENGLISH BELOW Ég tók upp þessa ábreiðu með vinkonu minni Emilie sem ég kynntist fyrir 5 árum í Complete Vocal Institute þegar ég var 19 ára gömul og fór í söngakademínuna þeirra. Hún býr í Köben og fær að vera tilraunadýrið mitt þegar ég ke á kennaranámskeiðin þar sem ég fæ að testa kennsluaðferðirnar sem ég er að læra á henni. Emilie tók líka viðtal við mig um hvað þýðingu brasilísk tónlist hefur fyrir mig, en ég lærði að syngja bossanova þegar ég var í FÍH. Emilie talar reiprennandi portúgölsku og er með YouTube rás þar sem hún býr til myndbönd á portúgölsku, ég skal deila einu með ykkur þar sem hún syngur portúgalskt lag alveg yndislega. En já.. þegar ég var í FÍH var ég svo þrjósk að ég ákvað að læra bossanova lagið Desafinado á portúgölsku því mér fannst það alveg glatað með enska textanum. Þó að ég kynni alls ekki portúgölsku þá tókst mér það og ég kann það ennþá! Síðan þá hefur bossanova átt sérstakan stað í hjarta mér, sérstaklega tónlistin hans Antonio Carlos Jobim. Við Emilie ætlum að reyna að taka upp dúett saman í október þar sem við syngjum á portúgölsku :) Ég ætla að byrja að vera duglegri við að setja inn svona ábreiður, bæði ein og með öðrum. Megið endilega fylgjast með mér á YouTube með því að ýta á Subscribe. Njótið <3
I recorded this cover with my friend Emilie that I met five years ago when I was 19 while doing the Academy at Complete Vocal Institute in Copenhagen. She lives there and is going to let me test the singing techniques I am learning on her. I am going to start recording a lot of covers and posting them on YouTube, alone and with others, so be sure to subscribe. Enjoy!
0 Comments
|